tisa: Tréhæðin, DDD, Bubbi og fleira

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Tréhæðin, DDD, Bubbi og fleira

Æi Tréhæðarþátturinn var þá ekkert spes, allir grátandi. Maður myndi halda þau væru orðin vön svona áföllum núna.

Ég hef ekkert að segja nema kannski til hamingju við Evu fyrst hún náði bílprófinu sínu í fyrstu tilraun. Það er ekkert eins sjálfsagt og fólk vill halda fram að ná þessum andskota í fyrsta skipti.
Ó nei herra Bob.



Annars er ekkert að frétta nema snjór. Ég hef ekki gaman að snjó. Hann er kaldur og fer alltaf ofan í skóna mína.

Annað sem ég hef ekki gaman að: Danska, Danmörk, Danir og dönskukennarar. DDD* áætlunin er komin aftur á skrið.

Fleira sem ég hef ekki gaman að: Smábörn. Ég tel mig ekki þurfa að útskýra það nánar.


Þetta gæti orðið langur listi ef ég held áfram. Það er ótrúlegt hvað fer mikið í taugarnar á mér.



Til dæmis SKO, það var nú meiri drullan. Ég er líka komin aftur til Símans, kom skríðandi aftur og grátbað um að taka við mér aftur. Símagaurinn í Kringlunni vildi lítið með mig hafa og vísaði mér annað, sölumaður ársins sá. En SmáralindarSímagaurinn tók við mér með opnum örmum. Því miður ekki bókstaflega.


Annars ætla ég að enda þetta með hugljúfum texta um einn vinsælasta tónlistarmann landsins, Bubba. Þetta var samið ásamt Viktor í leiðinlegasta dönskutíma sem ég hef nokkurntíma setið/legið í síðan ég byrjaði að læra dönsku fyrir fimm árum.

Þegar Bubbi fékk búlímíu

Bubbi sat á bryggju
baulaði sitt lag.
Hafði það í hyggju
að henda sér í bað.

Bubbi sat í baði
borðaði sinn snúð.
Sá á súkkulaði
stóran fituhnúð.

Viðlag:
Bubbi - Greyið Bubbi
Hann bubbar öllu upp

Bubbi stökk úr baði
búlímíu fékk.
Varð varanlegur skaði
við klósettið hann hékk.

Bubbi reynd'að borða
bubbaði því strax.
Hann verður hungurmorða
hann langar svo í lax

Viðlag:
Bubbi - Greyið Bubbi
Hann bubbar öllu upp




Það á að fylgja afskaplega falleg mynd af honum Bubba, en ég nenni ekki að kaupa skanna og setja hana inn á.


Tinna - Leti er lífstíll




*DDD = Deyðu Danska Deyðu

tisa at 19:27

4 comments